Stuðningur við stjórnina dalar enn: Samfylkingin í stórsókn

Stuðningur við ríkisstjórnina dalar enn, ef marka má nýja skoðanakönnun MMR sem birt var undir hádegið. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 19,1% og er það óbreytt frá mælingu MMR í júlí. Fylgi Samfylkingar mældist 16,8% og jókst um rúm fjögur prósentustig frá síðustu mælingum. Þá minnkaði fylgi Pírata um um tæp þrjú prósentustig milli mælinga og mældist nú 11,3%.

Miðflokkurinn sækir áfram í sig veðrið sem og Framsóknarflokkurinn. Vinstri græn hafa misst mikið af sínu fylgi, að því er virðist til Samfylkingarinnar.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 38,8%, samanborið við 40,3% í síðustu könnun.

Hvorki Flokkur fólksins né Sósíalistaflokkurinn myndu ná manni inn, yrðu úrslit kosninga í samræmi við könnunina.

  • Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 19,1% og mældist 19,1% í síðustu könnun.
  • Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 16,8% og mældist 12,4% í síðustu könnun.
  • Fylgi Miðflokksins mældist nú 13,0% og mældist 12,4% í síðustu könnnun.
  • Fylgi Vinstri grænna mældist nú 11,5% og mældist 12,5% í síðustu könnun.
  • Fylgi Pírata mældist nú 11,3% og mældist 14,1% í síðustu könnun.
  • Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 10,4% og mældist 8,3% í síðustu könnun.
  • Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,3% og mældist 9,9% í síðustu könnun.
  • Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,1% og mældist 6,8% í síðustu könnun.
  • Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 2,9% og mældist 3,4% í síðustu könnun.
  • Fylgi annarra flokka mældist 1,6% samanlagt.