Dr. Gunnar Haraldsson mun kenna námskeiðið Fjármálaheimurinn sem verður valnámskeið á næstu önn í MBA náminu við Háskóla Íslands.
Gunnar hefur víðtæka reynslu úr háskólastarfi, opinbera geiranum sem og atvinnulífinu. Hann hefur starfað víða, meðal annars sem hagfræðingur á Þjóðhagsstofnun, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og hagfræðingur hjá OECD í París.
Þá var hann stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins 2009-2010.
Árið 2015 stofnaði hann eigin ráðgjafarfyrirtæki og hefur hann unnið fjölmörg verkefni fyrir fyrirtæki og alþjóðastofnanir bæði hér heima og erlendis.
Gunnar lauk BSc og MSc frá Háskóla Íslands auk DEA og PhD í hagfræði frá University of Toulouse í Frakklandi.