Sunna Snædal nýr formaður Vísindasiðanefndar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað sjö manna vísindasiðanefnd til næstu fjögurra ára. Hlutverk nefndarinnar er að meta vísindarannsóknir á heilbrigðissviði og tryggja að þær samrýmist vísindalegum og siðfræðilegum sjónarmiðum.

Nefndin er skipuð samkvæmt 9. gr. laga um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði nr. 44/2014. Auk fyrrgreinds mats á vísindarannsóknum skal nefndin meta samstarfsverkefni, fjölþjóðlegar rannsóknir, klínískar lyfjarannsóknir og aðrar áætlanir um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði sem ekki falla undir verksvið siðanefnda heilbrigðisrannsókna samkvæmt 11. gr. laganna.

Sunna Snædal Jónsdóttir nýrnalæknir. Hún hefur verið í framboði fyrir VG, flokk heilbrigðisráðherrans.

Nefndinni er einnig ætlað að taka þátt í almennri og fræðilegri umræðu á vettvangi lífsiðfræði, veita ráðgjöf og birta leiðbeinandi álit um viðfangsefni á verksviði nefndarinnar. Líkt og segir í lögunum skal þess gætt við skipun nefndarinnar að í henni eigi sæti einstaklingar með sérþekkingu á sviði aðferðafræði heilbrigðisvísinda, siðfræði, lögfræði og persónuverndar.

Formaður nýskipaðrar vísindasiðanefndar er Sunna Snædal Jónsdóttir nýrnalæknir. Hún hefur setið á framboðslistum VG, t.d. fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2014.

Aðrir nefndarmenn eru;

  • Rögnvaldur G. Gunnarsson, skipaður án tilnefningar,
  • Una Strand Viðarsdóttir, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðuneyti
  • Flóki Ásgeirsson, tilnefndur af dómsmálaráðuneyti,
  • Védís Helga Eiríksdóttir, tilnefnd af Embætti landlæknis,
  • Sigurður Guðmundsson, tilnefndur af Læknadeild Háskóla Íslands
  • Henry Alexander Henrysson, tilnefndur af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands.

Varamenn

  • Reynir Tómas Geirsson, skipaður án tilnefningar,
  • Hafrún Kristjánsdóttir, skipuð án tilnefningar,
  • Stefán Baldursson, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðuneyti,
  • Svala Ísfeld Ólafsdóttir, tilnefnd af dómsmálaráðuneyti,
  • Elías Freyr Guðmundsson, tilnefndur af Embætti landlæknis,
  • Guðrún Valgerður Skúladóttir, tilnefnd af Læknadeild Háskóla Íslands,
  • Helga Þorbergsdóttir, tilnefnd af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands.

Vefur vísindasiðanefndar