Svandís ávarpar ársþing WHO í skugga kórónuveiru

„Á næstu vikum ætlum við að taka varfærin skref í átt að því að opna landið. Það er mikilvægt fyrir samfélagið að vera opið, öflugt og virkt og við ætlum að gera þetta í því trausti að samfélagið sé með okkur í þessu stóra verkefni,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um þau áform að opna landamæri Íslands að fullu þann 15. júni næstkomandi.

Hún skýrir ákvörðun íslenskra stjórnvalda í myndbandi sem hún hefur birt á samskiptamiðlum.

Eitt varfærið skref í einu

Á næstu vikum ætlum við að taka varfærin skref í átt að því að opna landið. Það er mikilvægt fyrir samfélagið að vera opið, öflugt og virkt og við ætlum að gera þetta í því trausti að samfélagið sé með okkur í þessu stóra verkefni.

Posted by Svandís Svavarsdóttir on Föstudagur, 15. maí 2020

73. þing Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefst á mánudaginn og stendur í tvo daga. Þingið er haldið í skugga COVID-19 heimsfaraldursins. Það fer fram á Netinu og meginumfjöllunarefnið verður faraldurinn og viðbrögð þjóða við honum.

Hægt verður að fylgjast beint með þinginu í streymi á vef stofnunarinnar sem hefst með ávarpi Dr Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóra WHO.

Svandís tekur þátt í þinginu og ávarpar það fyrir Íslands hönd.