„Sví­v­irðileg­ar aðferðir í valdatafli“: Upplýsir meira, verði hann látinn fara

Har­ald­ur Johann­essen rík­is­lög­reglu­stjóri seg­ir gagn­rýn­ina á embættið að und­an­förnu hluta af mark­vissri rógs­her­ferð. Mark­miðið sé að hrekja hann úr embætti.

Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við hann í Morgunblaðinu í dag, en þar segir Ríkislögreglustjórinn að ástandið innan lögreglunnar í landinu sé mjög slæmt, spilling sé víða og rang­færsl­um sé vís­vit­andi dreift sem og róg­b­urði um hann.

„Ég er bú­inn að vera í þessu embætti í 22 ár og hef verið emb­ætt­ismaður í erfiðum hlut­verk­um í hátt í 40 ár en hef ekki fyrr en á þessu ári þurft að ganga í gegn­um árás­ir af þeim toga sem við erum að horfa á inn­an kerf­is­ins,“ seg­ir Har­ald­ur.

Lögreglumenn eiga ekki að vera í pólitík

„Í sum­um til­vik­um eiga í hlut starfs­menn þar sem stjórn­enda­vald rík­is­lög­reglu­stjóra hef­ur þurft að koma við sögu. Skilj­an­lega eru ekki all­ir starfs­menn sátt­ir við að for­stöðumaður­inn þarf stund­um að grípa inn í varðandi starfs­hætti og fram­komu starfs­manna og einnig hvað varðar til dæm­is stöðuveit­ing­ar. Það eru ekki all­ir sátt­ir við að fá ekki fram­gang og frama,“ bætir hann við.

Hann seg­ir of stór­an hluta af fjár­mun­um til lög­regl­unn­ar á Íslandi renna í „há­timbraða yf­ir­manna­bygg­ingu“. Með sam­ein­ingu lög­reglu­embætta megi fækka stjórn­end­um og efla lög­gæsl­una í land­inu.

Haraldur segir aukinheldur að ekki eigi að líða spillingu innan lögreglunnar og umræðan nú beri keim af því að ekki séu allir hrifnir af þeirri stefnu hans. Lögreglumenn eigi til að mynda ekki að vera í pólitísku vafstri.

Hann fagni fyr­ir­hugaðri út­tekt rík­is­end­ur­skoðanda á embætt­inu. Þá seg­ir hann aðspurður að ef til starfs­loka kem­ur muni það kalla á enn ít­ar­legri um­fjöll­un af hans hálfu um valda­bar­átt­una bak við tjöld­in.