Svona breiðist veiran út með einum hósta — MYNDBAND

Kórónuveiran Covid-19 virðist bráðsmitandi og þess vegna hefur verið gripið til fordæmalausra aðgerða víða um heim til þess að draga úr útbreiðslu hennar, t.d. fjöldatakmörkunum, útgöngubanni og fjarlægðarmörkum.

Fólk er farið að glæðast andlitsdulum til að verja vit sín fyrir mögulegu smiti og koma um leið fyrir þann möguleika að smita aðra.

Vísindamenn við Aalto háskólann í Finnlandi hafa birt myndband þar sem þrívíddartækni er beitt til að sýna hvernig veiran gæti borist milli manna í lofti eftir að viðskiptavinur hóstar í matvöruverslun. Loftræstikerfi versluninnar aðstoðar við hraða útbreiðslu á aðeins örfáum mínútum.