Sýni úr frárennsli sýna miklu meiri útbreiðslu veirunnar

Svona líta kórónaveirur út í smásjá. Mynd/Wikipedia

Kórónuveiran Covid-19 er mun útbreiddari í Bandaríkjunum en hingað til hefur verið talið, ef marka má rannsóknir á frárennslisvatni víða um landið upp á síðkastið.

Sprotafyrirtækið BioBot í Massachusetts hefur að undanförnu safnað sýnum úr skólpleiðslum og greint þau fyrir kórónuveirunni. Niðurstöðurnar benda til þess að veiran sé miklu útbreiddari meðal almennings en hefðbundin skimun og tölfræði heilbrigðisyfirvalda gefur til kynna, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar.

Hægt er að sjá fréttaskýringu um málið á skjánum hér að neðan. Mælt er með að stækka hann fyrir áhorf.