Tæplega níu þúsund fá fyrri sprautu í vikunni: Áttræðir og eldri boðaðir

Reitir hafa í nokkurn tíma haft áform um að nýta betur stóra lóð félagsins sem stendur á mikilvægum reit á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar.

Um 8.900 einstaklingar verða bólusettir á landsvísu í þessari viku, þ.e. dagana 1. – 7. mars. Þetta kemur fram í tilkynningu sóttvarnalæknis í dag sem birtir áætlun um bólusetningar hverrar viku á vef embættis landlæknis.

Fram kemur í tilkynningunni að einstaklingar í aldurshópnum 80 ára og eldri verði bólusettir með 4.600 skömmtum af bóluefni Pfizer og 4.300 starfsmenn hjúkrunar- og dvalarheimila verða bólusettir með bóluefni Astra Zeneca. Allt bóluefni sem fer í dreifingu í vikunni verður notað til að bólusetja fyrri bólusetningu.

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) annast bólusetningar í sínu heilbrigðisumdæmi, að því er greint er frá á vef stjórnarráðsins. Öllum íbúum höfuðborgarsvæðisins sem eru fæddir 1939 eða fyrr, er boðin bólusetning sem fram fer í Laugardagshöllinni þriðjudaginn 2. mars og miðvikudaginn 3. mars. Nánari upplýsingar um framkvæmdina eru á vef HH.