Það að eiga hund lengir lífið

Samkvæmt nýrri frétt frá CNN minnka líkurnar á því að yfirgefa jörðina fyrir aldur fram um 24% ef hundur er inni í myndinni.

Vantar þig góða ástæðu til þess að fá þér hund ? Samkvæmt niðurstöðum rannsókna gætir þú lifað lengur.


„Greiningar okkar gáfu það til kynna að það að eiga hund sé í raun vörn gegn því að deyja af ýmsum sökum “, segir Dr. Caroline Kramer sem er innkirtlafræðingur.

Caroline Kramer er einn af aðalhöfundum rannsóknar sem inniheldur kerfisbundna skoðun sem spannar um 70 ár af rannsóknum um allan heim. Komu niðurstöður rannsóknarinnar út á fimmtudaginn í tímaritinu “Circulation“ en tímaritið er gefið út af The American Heart Association

Þessar rannsóknir er varða hlutverk hunda í bættum lífsgæðum fólks fólust í skoðun á næstum 4 milljón manns í Bandaríkjunum, Kanada, Skandinavíu, Nýja Sjálandi, Ástralíu og á Englandi.

„ Það að eiga hund var tengt við um 24% lækkun á þáttum sem valda dauða hjá fólki, “ sagði Kramer.

Þessi safngreining fann einnig jafnvel stærri kost fyrir fólk sem hafði fengið hjartaáfall eða heilablóðfall. „ Það að eiga hund var jafnvel meiri ávinningur fyrir það fólk þar sem það minnkaði líkur á því að deyja úr hjartasjúkdómi um 31%“, sagði Kramer. 


Önnur ótengd rannsókn á um 336 þúsund sænskum mönnum og konum sem kom einnig út í tímaritinu Circulation, sýndi einnig fram á að það fólk sem átti hund og hafði lent í hjartaáfalli eða fengið heilablóðfall kom betur út úr heilsurannsóknum. Hjartaáföll og heilablóðföll eru ein helsta dánarorsök fólks um allan heim, samkvæmt World Health Organization. Ávinningur þess fólks sem bjó með hundi var mestur.

„ Eitt það áhugaverðasta við þessa rannsókn var að fólk sem bjó eitt með hundi virtist koma mun betur út, “ sagði hundaeigandi og læknir Dr. Martha Gulati sem tók þó ekki þátt í rannsókninni. „ Fólk sem bjó með hundi var í minnihluta hvað varðar dánartíðni eldur en hjá fólki sem átti ekki hund, “ bætti Gulati við. 

Það fólk sem hafði lifað af hjartaáfall og heilablóðfall og bjó eitt með hundi átti 33% meiri líkur á lengra lífi en fólk sem ekki átti hund. 

„Við vitum að einmannaleiki og félagsleg einangrun eru áhættuþættir þegar það kemur að alhliða heilsu og lengd lífs. Okkar tilgáta er því sú að það að fá félagsskap gæludýrs gæti dregið úr þeim áhættuþáttum“, sagði Tove Fall, prófessor við Háskólann í Uppsölum í Svíðþjóð. 

„ Ástæða þess að fólk sem bjótt eitt með hundi kom betur út er sú að þeir einstaklingar urðu að sjá um alla göngutúra og hreyfing er ein helsta bót í endurhæfingu eftir hjartaáfall og heilablóðfall, “ bætti Fall við. 


Enn á rannsóknarstigi en þó þýðingarmikið

Báðar rannsóknirnar sem birtust í tímaritinu eru enn á skoðunarstigi, sem þýðir að vísindamenn þessir geta í raun ekki sannað það að lengra líf sé bein orsök af því að eiga hund, aðeins tilviljunarkennd klínísk prófun geti svarað því betur.

The American Heart Association bendir þó á að rannsóknir hafa sýnt fram á að hundaeigendur sem fara með hund sinn í göngutúr hreyfi sig 30 mínútum meira að meðaltali á dag heldur en fólk sem gerir það ekki. 

„ Það eru til rannsóknir sem benda til þess að fólk sem á hund sé lægra í kólesteróli og hafi einnig lægri blóðþrýsting“. Sagði Kramer.

Bætti Kramer svo við að hennar uppáhalds rannsókn gæfi til kynna að það að klappa hundi geti lækkað blóðþrýsting alveg jafn mikið og lyf gera. 

Dr. Gulati sagði að aðrar rannsóknir bendi til þess að sá félagsskapur og ástin sem hundar veita eigendum sínum dragi úr kvíða og þunglyndi. Það eitt og sér sé mjög mikilvægur þáttur í endurhæfingu eftir alvarlega sjúkdóma. Dæmi séu til um lækna sem trúa það mikið á mátt hundsins í bataferli að þeir ávísa hundi á sjúklinga sína ef þeir vita að sjúklingurinn getur séð um hundinn.

„ Ég mæli alltaf með því að fólk fái sér eldri hund sem vantar heimili í stað hvolps sem þarfnast meiri vinnu“ Sagði Gulati. 


Stuðla einnig að þroska hjá börnum og skynja komandi hættur

Samkvæmt heilsufarstofnuninni Centers for Disease Control and Prevention í Bandaríkjunum hafa rannsóknir sýnt það að hundar draga úr streitu og stuðla að andlegu jafnvægi á öllum stigum ævi okkar.

Í baklandi Viljans eru hundar í hávegum hafðir. Björk Gunnarsdóttir, Hrafn Björnsson og Þorsteinn Svanur Jónsson með hundana Rakel og Pjakk. Myndin er tekin á Halldórsstöðum í Þingeyjarsýslu.

„ Hundar stuðla að félagslegum, andlegum og vitsmunalegum þroska hjá börnum. Þeir stuðla einnig að virkum lífstíl og dæmi eru um að hundar geti skynjað komandi flogaköst eða jafnvel ákveðnar gerðir krabbameins, “. Segir í tilkynningu frá stofnuninni. 


Það er sko ekki að ástæðulausu sem hundurinn er kallaður besti vinur mannsins. Hundar og gæludýr yfir höfuð virðast mörg vera allra meina bót. Og við sem eigum þau vitum það vel.