Það ríkir opinbert kæruleysi í þessum efnum hér á landi, því miður

Guðni Ágústsson fv. landbúnaðarráðherra.

„Skóg­ar­bænd­urn­ir okk­ar settu fram það mark­mið á dög­un­um að inn­an tíu ára gætu þeir höggvið úr ís­lensk­um skógi fimm­tíu þúsund jóla­tré og þar með annað allri inn­lendri þörf fyr­ir jól­in. Íslensk­ir skóg­ar­bænd­ur hafa á síðustu ára­tug­um gróður­sett þessa mik­il­vægu auðlind, skóg­inn, sem ger­ir landið allt byggi­legra. Segja má að Vig­dís Finn­boga­dótt­ir for­seti hafi í upp­hafi fer­ils síns gerst vernd­ari og talsmaður trés­ins: ,,þar sem þrjú tré koma sam­an, þar er skóg­ur“, var henn­ar hvatn­ing. Og bænd­urn­ir hlýddu nýju kalli og hafa plantað skóg­in­um ásamt Skóg­rækt­inni og hug­sjóna­fólki skóg­rækt­ar­fé­lag­anna.“

Þetta skrifar Guðni Ágústsson fv. landbúnaðarráðherra og formaður Framsóknarflokksins í grein í Morgunblaðinu í dag, þar sem hann hvetur til þess að samskonar hvatningu þurfi gagnvart kjötframleiðslu og mjólkurvinnslu í landinu.

„Þessu kalli skóg­ar­bænd­anna er vel tekið og þá vakn­ar sú spurn­ing hvort bænd­urn­ir eigi ekki líka að setja fram þá hug­sjón að þeir vilji í sam­starfi við neyt­end­ur fram­leiða allt kjöt og all­ar mjólk­ur­vör­ur sem neytt er í land­inu og geri sátt­mála við rík­is­valdið um mark­miðin. Við eig­um ein­hver heil­næm­ustu og holl­ustu mat­væli hér á jörð og byggj­um landið allt með fram­leiðslu á þeim afurðum. Er ein­hver á móti því að ís­lensk­ir bænd­ur fram­leiði allt kjöt og all­ar mjólk­ur­vör­ur og skili þeim með gæðunum og á ásætt­an­legu verði til neyt­enda? Ekki einu sinni Kaup­manna­sam­tök­in eða heild­sal­arn­ir gætu lagst gegn þessu því fólkið sem versl­ar við þá er að stærst­um hluta á þess­ari skoðun, og inn við beinið eru þeir stolt­ast­ir af matn­um sem þeir selja fyr­ir ís­lenska bænd­ur,“ segir Guðni.

Hann segir ríkja op­in­bert kæru­leysi hér á landi, „því miður, í þess­um mál­um og of lít­ill skiln­ing­ur stjórn­mála­manna eða ákv­arðanir þeirra segja manni það. Þeir ætla með ferskt kjöt inn í landið, þeir leyfa ferðamönn­um að bera með sér kílói af kjöti. Í Nýja-Sjálandi og Banda­ríkj­un­um væri fólki vísað til föður­hús­anna fyr­ir slíkt fram­ferði. Eitt sinn munaði litlu hjá mér á ferð um Banda­rík­in, þeir fundu tvo ban­ana í far­angri mín­um, það munaði hárs­breidd að mér yrði vísað úr landi.“

Og landbúnaðarráðherrann fyrrverandi segir ennfremur:

„Ég bið bæði bænd­ur og ráðamenn lands­ins að hug­leiða ræðu mína. Það verður ekki bætt ef við höld­um áfram á þeirri braut að ganga sí­fellt meira og meira á hags­muni ís­lenskr­ar land­búnaðarfram­leiðslu, við eig­um góða bænd­ur og fjöl­skyldu­bú­skap sem er um­gjörð um ein­stakt mat­væla­land Íslands. Gjöf­in í til­efni hundrað ára full­veld­is Íslands væri best sú að styrkja stöðu ís­lenskr­ar mat­væla­fram­leiðslu og land­búnaðar­ins.“