Þegar Dr. Hook heimsótti Ísland og redda þurfti grasi í einum grænum

Bjarni Dagur Jónsson skrifar:

Hér segir frá því þegar hin heimsfræga hljómsveit Dr. Hook kom til Reykjavíkur í apríl 1989 og skemmti á Hótel Íslandi, en Ray Sawyer, andlit og vörumerki Dr. Hook var þá að hefja hljómleikaferð um Evrópu og fyrsti viðkomustaður var Ísland.

Ray sem var einn af stofnendum Dr. Hook and The Medicine Show hafði þá nýverið gert viðskiptasamkomulagi við félaga sinn Dennis Locorriere einn af stofnendum Dr. Hook þess efnis að hann Ray mætti setja saman sýningu/show undir heitinu „Dr. Hook featuring Ray Sawyer“ þar sem upprunalega hljómsveitin hafði verið leyst upp. Það var þessi hljómleikasýning sem kom til Íslands.

Ray Sawyer hélt úti þessum rekstri allt til ársins 2015 með hljómsveit og ferðaðist um Bandaríkin og spilaði og söng.

En skoðum upphaf og tilurð Dr. Hook and the Medicine Show.

Söngvarinn Ray Sawyer, maðurinn með hattinn og augnleppinn, lést 82 ára að aldri í lok desember 2018 í Daytona á Florida eftir stutt veikindi. Ray var einskonar útlits-merki eða lifandi „logo“  fyrir hljómsveitina Dr. Hook and the Medicine show sem var stofnuð af þremur vinum 1967.

Þeir sem voru saman í upphafi voru George Cummins, Ray Sawyer og Billy Francis. Þeir ferðuðust saman upp og niður austurströnd USA og léku á veitingastöðum og ölstofum. George hafði háar hugmyndir um að ná langt í tónlistinni og stofna nýja hljómsveit og flutti til New Jersey og bauð Ray Sawyer að koma með sér. George kynntist þar skemmtilegum 19 ára náunga sem reyndist góður bassaleikari og söngvari; Dennis Locorriere og réði hann í hljómsveitina og svo hljómborðsleikarann Francis sem hafði leikið með hljómsveitinni Chocolate Papers.  Það er George sem syngur bassaröddina í öðru versi í laginu „Cover Of The Rolling Stone“ og hann tekur hið svo hið „klaufalega“ gítarsóló aftar í laginu.

Eftir nokkrar æfingar við að samhæfa hljómsveitina fengu þeir helgarvinnu að syngja og spila á þekktri og góðri ölstofu. Eigandinn spurði um nafn á hljómsveitina til að auglýsa, og þar sem Ray var með lepp fyrir öðru auganu fengu þeir þá hugmynd að nefna hljómsveitina; “Dr. Hook and the Medicine Show: Tonic for the Soul„ … með tilvísun í Captain Hook  í ævintýrinu um Pétur Pan.

Um þetta leiti í þróunarsögu Dr. Hook kemur til sögunnar trommuleikarinn John „Jay“ David sem varð svo fastur meðlimur í hljómsveitinni. Þeir félagar í Dr. Hook óku um Bandaríkin á langferðabíl og spiluðu á knæpum og ölstofum og bandið þótti fjörugt og skemmtilegt og þeir höfðu ágætis vinnu og tekjur af spilamennskunni. Hljóðritun sem þeir gerðu rataði til Ron Haffkine, en hann var á þeim tíma að leita að tónlist fyrir kvikmyndina “Who Is Harry Kellerman“ (með Dustin Hoffman). Ron var ánægður með Dr. Hook hljóminn og kæruleysislegt útlit þeirra félaga og framkomu.  Tvö laga Dr.Hook rötuðu inn í kvikmyndina, s.s Sloppy Seconds sem má heyra á Spotify.

Maðurinn sem gerði Dr.Hook að vinsælli hljómsveit og skemmtiatriði var þessi Ron Haffkine, hann var fæddur 1947 í Greenwich Village NY,  hljóðfæraleikari og lagahöfundur. Ron sá fljótt að viðskiptaleg yfirsýn í því að reka hljómsveitina sem fyrirtæki var ekki einn af eiginleikum þeirra í Dr. Hook. Því var það að Don tók við stjórn og rekstri  á „Dr.Hook & The Medicine Show allt til til ársins 1988. Don kallaði sér til ráðgjafar og aðstoðar sinn besta vin og félaga, Shel Silverstein (f. 25 sept 1930 – d.10 mai 1999)  og það var mikið lán fyrir hljómsveitina Dr.Hook að kynnast Silverstein. Hann var þá þegar þekktur barnabókahöfundur, ljóðskáld og blaðamaður, kunnur fyrir greinaskrif í karlatímaritið Playboy frá árinu 1950.

Silverstein hafði gott skopskyn og gott dæmi er lagið „The cover of The Rolling Stone” sem hann samdi sérstaklega fyrir Dr. Hook og lagið fór í #6 sæti bandaríska vinsældarlistans í mars 1973. Þar má heyra Sawyer raula “The biggest thrill we’ve never known is the thrill that’ll getcha when you get your picture on the cover of the Rolling Stone.”

Það var svo sumarið 1973 að hljómsveitin komst svo á forsíðu tónlistartímaritsins Rolling Stone. Sawyer sagði þá „…lítil karlahljómsveit frá New Jersey stendur á á kantinum og segir: „Hey setjið mynd af okkur á forsíðuna! og það gerðist svo… stór draumur varð að veruleika.”

Það var ótrúlegur happdrættisvinningur fyrir hljómsveitina Dr.Hook að kynnast Silverstein því hann t.d. samdi öll lög og texta á fyrstu LP plötu Dr. Hook sem fór á löngum tíma í milljón eintaka sölu og seldist vel um allan heim. Það var örugglega topp lagið af fyrstu LP plötu Dr.Hook lagið „Sylvias mother” sem komst í #4 sæti USA vinsældarlistans listans 1972, sem seldi LP plötuna. Silverstein samdi mörg góð dægurlög fyrir ýmsa listamenn, lög sem urðu fræg og vinsæl eins og lagið „Boy Named Sue” fyrir Johnny Cash.

Næsta LP plata Dr.Hook var„Sloopy Eyes” og öll lögin samin af Silverstein eins og áður og á plötunni er skemmtilegur smellur „Cover Of The Rolling Stone” um smá-grúppu sem á sér þann draum stærstan að komast á forsíðu tónlistartímaritsins Rolling Stone. Lagið fór í sæti #6 á bandaríska vinsældarlistanum en hlaut ekki náð hjá breskum útvarpstöðvum vegna textans.

Cover of the Rolling Stone

Well, we’re big rock singers
We got golden fingers
And we’re loved everywhere we go (that sounds like us)
We sing about beauty and we sing about truth
At ten-thousand dollars a show (right)
We take all kinds of pills that give us all kind of thrills
But the thrill we’ve never known
Is the thrill that’ll gitcha when you get your picture
On the cover of the Rollin’ Stone

want to see my picture on the cover
(Stone)Wanna buy five copies for my mother (yes)
(Stone)Wanna see my smilin’ face
On the cover of the Rollin’ Stone (that’s a very very good idea)

I got a freaky ole lady name a cocaine Katy
Who embroideries on my jeans
I got my poor ole grey haired daddy
Drivin’ my limousine
Now it’s all designed to blow our minds
But our minds won’t really be blown
Like the blow that’ll gitcha when you get your picture
On the cover of the Rollin’ Stone

want to see our pictures on the cover
(Stone) want to buy five copies for our mothers (yeah)
(Stone) want to see my smilin’ face
On the cover of the Rollin’ Stone
(talking) Hey, I know how
Rock and roll

Ah, that’s beautiful
We got a lot of little teenage blue eyed groupies
Who do anything we say
We got a genuine Indian Guru
Who’s teaching us a better way
We got all the friends that money can buy
So we never have to be alone
And we keep getting richer but we can’t get our picture
On the cover of the Rollin’ Stone

Gonna see my picture on the cover
(Stone) Gonna buy five copies for my mother (wa wa)
(Stone) Gonna see my smilin’ face
On the cover of the Rollin’ Stone
On the cover of the Rollin’
Stone) Gonna see my picture on the cover
(talking) I don’t know why we ain’t on the cover, baby
(Stone) Gonna buy five copies for my mother
(talking) We’re beautiful subjects
(Stone) Want to see my smilin’ face
(talking) I ain’t kiddin’, we would make a beautiful cover
On the cover of the Rollin’ Stone
(talking) Fresh shot, right up front, man
I can see it now, we’ll be up in the front
Smilin, man
Ah, beautiful.

Lagahöfundur: Shel Silverstein

Texti við Cover of the Rolling Stone © BMG Rights Management

Hljómsveitin Dr. Hook frá upphafi 1968-1985

Dr.Hook ferðaðist víða um heiminn á þessum árum um, þar sem smáskífurnar þeirra nutu mikilla vinsælda s.s í Evrópu og á Norðurlöndunum. Hljómsveitarmeðlimir Dr. Hook voru þekktir fyrir „súrealiska“ sviðsframkomu með gríni, drykkju  og klúryrðum en ósamræmi hópsins sem myndaði Dr.Hook, um viðskiptamál leiddi til gjaldþrotaskipta. Við tók tímabil mannaskipta og veikinda.

Hljómsveitin Dr. Hook tók nokkrum breytingum í gegnum árin. Þegar David trommuleikari fór frá hópnum árið 1973, var honum skipt út fyrir John Wolters. Næst á eftir var það stofnandi hljómsveitarinn gítarleikarinn og söngvarinn Cummings, sem fór úr hljómsvetinni 1975 vegna persónulegs og tónlistarlegs ágreinings. Enginn kom í hans stað. Þegar gítarleikarinn Elswit var greindur með krabbamein nokkrum árum síðar bætti hljómsveitin Bob „Willard“ Henke inn í hljómsveitina. Elswit náði góðri heilsu og sneri aftur til leiksins, en þeir héldu áfram með Henke um stund. Þegar Henke fór  1980, bættu þeir Rod Smarr inn í hljómsveitina árið 1980.

Hljómsveitin stytti nafnið á hljómsveitinni í Dr. Hook árið 1975. Þeir undirrituðu hljómplötusamning Capitol Records árið 1975 og út kom LP platan „Bankrupt“. Ólíkt fyrri hljómplötum var þar að finna lög samin af Dr.Hook hópnum. Stóri smellurinn á plötunni var ný útgáfa af Sam Cooke laginu er „Only Sixteen“ sem þeir félagar endurlífguðu og féll hlustendum útvarpsstöðva vel í geð og lagið fór í sæti #6 bandaríska vinsældarlistans 1976.

Umboðsmaðurinn Haffkine uppgötvaði fyrir tilviljun lagið „A Little Bit More“, samið og upphaflega flutt af Bobby Gosh á 1973 plötuna hans Sitting in the Quiet, umboðsmaðurinn keypti vinyl plötuna á 35 sent á flóamarkaði í San Francisco. Lagið var útsett á nýjan leik og hljóðritað og nú sprungu hlutirnir út fyrir Dr. Hook.  Lagið „A litle bit more” fór á bandarískum Billboard Hot 100 í sæti #11og var tvær vikur í númer #9 í Cash Box Top 100.

Það náði einnig sæti #2 á Bretlandi Singles Chart sem samsvaraði „Sylvia er móður“ velgengninni. Eftirfylgnin með nýjum lögum var svo  „Sharing the Night Together” (USA #6), “ When You’re in Love with a Beautiful Woman” (USA #6),  „Better Love Next Time” (US #6) og „Sexy Eyes” (US #5).

Allar þessar smáskífur sem nefndar eru hér að ofan fóru í milljóna eintaka sölu. Lagið með Dr. Hook “ When You’re in Love with a Beautiful Woman “ var númer #1 í nokkrar vikur árið 1979 í Bretlandi og síðar lagið „Better Love Next Time“ sem fór í sæti #12. Þrátt fyrir að hljómsveitin ferðaðist stöðugt og spilaði náðu þeir aldrei góðri LP plötu líkt þeir gerðu á smáskífu markaðnum.

Pleasure & Pain (1978) var fyrsta gull LP plata Dr. Hook. Blaðamaðurinn Steve Huey hjá tímaritinu „All Music Guide” lýsti sérkennum hljómsveitarinnar sem „diskó-tinged balladeers“ eða einskona diskó-ballöðu hljómsveit. Söngvarinn og aðal vörumerki hljómsveitarinnar Ray Sawyer var á þessum tíma í uppnámi í vegna ólíkra viðskiptalegra viðhorfa og á vali á lögum til flutnings, hann taldi allt ganga aðeins út á að koma tónlist þeirra á vinsældarlista og í spilun á unglingaútvarpsstöðvum.  Hljómsveitin Dr. Hoook gerði 1980 útgáfusamning við Casablanca Records árið og í lok þess árs kom frá Dr. Hook smáskífan „Girls Get It“ (USA # 34) og svo síðar, síðasta vinsældarlag Dr.Hook  (sem náði hæst USA  #25) var lagið  „Baby Make Her Blue Jeans Talk“ árið 1982.

Ray Sawyer sagði sig frá hljómsveitinni árið 1983 og taldi sig eiga betri möguleika einn og sér en það gekk ekki eftir vegna þess að Ray var ekki söngvarinn sem skapaði Dr. Hook röddina í vinsælustu lögunum, það var Locorriere. En Dr. Hook hljómsveitin hélt áfram að spila og ferðast með ágætum árangri í eitt ár til viðbótar og endaði ferðlagið með hljómleikaröðinni „Dr. Hook’s One and Only Farewell Tour árið 1985” með Locorriere sem aðal söngvaranum og á þeim tímapunkti voru aðeins þrír eftir af upprunalegu hljómsveitinni.

Þegar hljómsveitin var að lokum lögð niður gaf Locorrriere út nokkrar hljómplötur undir eign nafni og fór í tónleikaferðir um bandaríkin 1987 undir nafninu  „Dr Hook and Dennis Locorriere the History Tour”.

Locorriere og Ray Sawyer voru sannarlega þeir sem áttu og sköpuðu nafnið „Dr.Hook” og með sérstöku viðskiptasamkomulagi þeirra í millum árið 1988 var Sawyer veitt leyfi til að ferðast um með hljómleikasýningu undir heitinu  „Dr. Hook featuring Ray Sawyer“.

Þá setti Ray saman hljómsveit með ungum mönnum sem tókst á skömmum tíma að líkja sérlega vel eftir upprunalegu  hljómsveitinni í góðum hljóm og útliti og eftiröpun á upprunalegum hljóðfæraleik. Billy Francis (píanóleikarinn frá 1968-1985) gekk til liðs við Sawyer árið 2001 á Dr. Hook í tónleikaferðalaginu en hann lést í maí 2010, 68 ára.

Enginn af upprunalegum meðlimum Dr.Hook komu þess vegna hingað til Íslands 1989, þeir voru þá flestir látnir. Þegar Hótel Íslandi  (Ólafi Laufdal) bauðst þessi sýning á sínum tíma var ákveðið að kaupa hana hingað til lands á leið Dr. Hook til Evrópu. Ray Sawyer og Dr.Hook Medicine sýningin var hér í apríl 1989. Allt fram til í október 2015 var Ray á ferðinni með Dr.Hook sýninguna, síðast um Bandaríkin sem lauk í október 2015.

Ray Sawyer lést 31 desember 2018 í Florida.

Hljómsveitin Dr. Hook & the Medicine Show 1971-1981

átti sinn frægðar og vinsældartíma frá 1971 -1981 reglulega á vinsældarlistum í Bandaríkjunum og víða um heim þar sem tónlistin þeirra var spiluð á topp 40 útvarpsstöðvum, „easy-listening“ og country-útv.stöðvum og í enskumælandi heimi, þar á meðal Bretlandi, Kanada og Suður-Afríku. Tónlist Dr. Hook félaga þeirra nær yfir nokkrar tegundir dægurlagatónlstar en tónlistin er áferðarfalleg, áheyrileg og þægileg með góðum textum og grípandi laglínum. Mesta velgengni þeirra kom með síðara efni þeirra, sem aðallega samanstendur af diskó-áhrifum og mjúku rokki.

Apríl 1989, Dr Hook á Hótel íslandi

Nú víkur sögunni að því þegar Dr. Hook kom til Íslands og skemmti á Hótel Íslandi við Ármúla. Eins og eldri „borgarar“ muna glöggt var þessi skemmtistaður næturklúbbur á heimsmælikvarða rekinn af Ólafi Laufadal og konu hans Kristínu. Ein sérstaða þessa Hótels Ísland voru heimsóknir og tónleikar erlendra skemmtikrafta og má þar nefna Tom Jones, Rodger Whittaker, Kim Larsen, Kris Kristoferson og Tammy Wynett. Svo talaðist til með mér og Ólafi að ég væri einn meðal margra sem önnuðust þessa skemmtikrafta og var mitt starf að leiða hina erlendu gesti um „Íslandið“ baksviðs um búningsherbergin og svo alla leið upp á svið.

Þessir tónleikar hófust á slaginu tíu eftir veglegan kvöldverð. Sem kynnir kvöldsins gekk ég þá inn á sviðið i kastljósi og tilkynnti „showið“ og flytjendur. Var það stundum gert með ákveðnum tilfæringum s.s. að kynna sérstaklega hljóðfæraleikara sem fylgdu með skemmtikraftinum.

Dr. Hook og hljómsveit hans kom til Keflavíkur frá NY snemma morguns og var fylgt á Hótel Borg sem þá var hluti af rekstri Ólafs Laufdal. Allt var það tíðindalaust. Síðdegis kom hljómsveitin upp á „Íslandið“og „stillti upp“ hljóðfærum og gerði hljóðprufur sem gengu vel. Leist þeim félögum vel á staðinn og rómuðu gott hljóðkerfi og aðbúnað allan. Leið svo fram á kvöld og þegar hljómsveitin kemur svo upp eftir á Hótel Ísland um kl. átta til að snæða kvöldverð með stafsfólkinu vantar aðal manninn, Dr. Hook sjálfan. Ég tók á móti strákunum og leiddi þá í lítinn matsal þar sem þeirra beið góður veislumatur. „ En hvar var Dr. Hook ? Hörður yfirþjónn gekk að mér og sagði mig alvarlegur á svip… það vantar aðal manninn !“  Ég gekk á hljómsveitastjórann sem stóð órólegur og starði á mig. „Hvað er í gangi Sir ?“

Þá kom skýringin; Dr.Hook, sjálfur söngvarinn Ray Sawyer var upp á hóteli að snúa við öllum farangrinu sínum, hann hafði týnt „grasinu“ sínu og þessi ágæti félagi hans sagði að hann kæmi ekki til að syngja nema hann fyndi grasið. Þá er farið að hringa á Hótel Borg og ræða við söngvarann. Hann svarði símanum mjög æstur og lét öllum illum látum í símanum, hann yrði að fá sitt gras og reykja sig í stuð… annars verður ekkert „show“ !

Hörður yfirþjónn horfði á mig skelfingu lostinn.  Hljómsveitastjórinn rétti mér seðla, sjötíu og fimm dollara. „Geturðu farið og keypt nokkrar jónur fyrir þetta ?- og farið með til hans. Please.“

Um þetta leiti var notkun á grasi/marijuana ekki algeng hér á landi en ég þekkti þó svo mikið til um þetta að ég vissi um aðila sem ræktuðu þetta og reyktu. Nú var sest við símann og hringt í vin og formálinn við kunningja minn var auðvitað stjarnfræðileg vitlaus: „Ég er með heimsfrægan söngvara Dr. Hook núna niður á Hótel Borg og hann á að skemmta hér á „Íslandinu“ kl.10, hann týndi grasinu sínu og vantar nokkrar jónur svo hann geti sungið! Geturðu reddað mér ?“

Það kom löng þögn. „Ertu að djóka.. í mér?“

Eftir smá útskýringu á aðstæðunum samþykkti vinurinn að vefja jónur fyrir $75 og ég mætti koma og sækja þær. Hörður yfirþjónn hvessi á mig augun á ganginum við eldhúsið, –- „Mig vantar bíl í hvellinum –- strax “ Þá kom Gústi Rót sem öllu reddar og við ókum vestur í bæ á Vesturgötuna á gömlum amerískum eðalbíl. Vinurinn var uppábúinn í dyrunum þegar ég kom. Hann rétti mér umslag, tók dollarana og sagði rólega að hann ætlaði að koma með mér „showið“.

Gústi ók að „Borginni“ og ég hentist inn og upp á herbergi 9 og knúði fast dyra. Ray Sawyer opnaði; ekki glæsilegur, hárið úfið, enginn leppur fyrir auganu, ber að ofan, grindhoraður með starandi augu. Ég rétti honum umslagið og sagði rólega „ Viltu vera svo vænn að hraða þér, showið byrjar eftir klukkustund.. ég bíð í afgreiðslunni“

Hann brosti og skellti upp úr „Það verður ekkert „show“ fyrr en ég kem !“ Eftir nokkrar mínútur kom stjarnan niður með lyftunni brosandi, glerfínn, með leppinn á réttum stað, hattinn aftur á hnakka í glansandi cowboy-stígvélum og með leðurjakka á öxlunum.

Ég leiddi Dr. Hook inn í búningsherbergið undir sviðinu á Hótel Íslandi, hann heilsaði upp á hljómsveitina og allir önduðu léttar. Ég hringdi innanhúss í Hörð yfirþjón og tilkynnti: „Maðurinn með augnleppinn er kominn í hús“

Glas af amerísku viskíi vildi Ray Sawyer hafa á kantinum og svo á réttum tíma gekk ég inn á sviðið, ljósin dregin niður, eitt sterkt kastljós:

„Góðir gestir á Hótel Íslandi, það er okkur hér sönn ánægja að kynna á svið Dr. Hook og hljómsveit hans The Medicine Show. Takið vel á móti þessari heimsfrægu hljómsveit .. (klapp) og hér er sjálfur Dr. Hook…. Ray Sawyer   (klapp og blístur)“

Þetta var minnisstætt kvöld. Dr. Hook var stórskemmtilegur, hljómsveitin hljómaði unaðslega vel, undirtektir áhorfenda mjög góðar og í lokin stóðu áhorfendur og sungu með í laginu Cover of The Rolling Stone.

Minningin um þetta allt saman rifjaðist upp við fréttir af andláti Ray Sawyer í des. sl.

Dennis Locorriere – söngur, gítar, bassagítar, munnharpa og söngur (1968-1985)

Ray Sawyer söngur, gítar, ásláttur, tambórína  (1967-1983, d: 2018)

Billy Francis – hljómborð (1968-1985; d;2010)

George Cummings – aðal (solo)gítar; stál gítar, söngur (1968-1975)

John „Jay“ David – trommur (1968-1973)

Rik Elswit – gítar (1972-1985)

Jance Garfat – bassagítar (1972-1985; d:2006)

John Wolters – trommur (1973-1982, 1983-1985; d: 1997)

Bob ‘Willard’ Henke – gítar (1976-1980)

Rod Smarr – gítar (1980-1985; d:2012)

Walter Hartman – trommur (1982-1983)