„Þetta verður í fínu lagi“

Kári Stefánsson á fundi Almannavarna. / Lögreglan.

Kári Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar segir samskipti sín við þríeyki sóttvarnalæknis, landlæknis og yfirlögregluþjóns Ríkislögreglustjóra hafa verið mjög góð og hann líti á þau sem góða vini og frábært samstarfsfólk.

Í færslu á fésbókinni í dag áréttar hann eftirfarandi vegna þess að frá og með næstkomandi mánudegi verður skimun sýna frá landamærum ekki lengur í höndum Íslenskrar erfðagreiningar:

„Það er hins vegar ekki verkefni ÍE að skima eftir veirum. Við gerðum það meðan faraldurinn gekk yfir landið vegna þess að þess þurfti og enginn annar til þess. Nú er ástandið allt annað og ekki réttlætanlegt fyrir okkur að halda því áfram.

Landspítalinn er ágætlega í stakk búinn til þess að höndla þetta. Við munum gefa honum hugbúnað sem við settum saman til þess halda utan um sýni og gögn og senda þangað fólk til þess að kenna á hann.

Og þess utan ef þau lenda í vanda, eða út í mýri, þá erum við hér, atvinnumenn og konur í því að vera út í alls konar mýrum og kunnum að takast á við það og rjúkum til og hjálpum.

Þetta verður í fínu lagi.“