Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega Kastljóssþátt gærkvöldsins, þar sem hvalveiðar voru til umræðu og ný skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagslegan ávinning þeirra.
„Stjórnandi Kastljóss gat ekki leynt skoðun sinni á hvalveiðum í Kastljósinu í gærkvöld þegar fjallað var um skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða,“ segir Ásmundur á fésbókinni.
„Þjóðin er orðin samdauna því að pólitískar skoðanir frétta- og þáttastjórnenda ráði för í pólitískri umræðu í Ríkisútvarpinu,“ segir Ásmundur ennfremur.
„Hlutleysi Ríkisútvarpsins eru dauð orð á blaði.“ segir hann.