Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, mun tímabundið bæta ráðuneyti dómsmála við sig.
Þetta staðfesti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, eftir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins í dag.
Þórdís Kolbrún var aðstoðarmaður Ólafar Nordal heitinnar í innanríkisráðuneytinu á sínum tíma, þannig að hún þekkir vel til í þessum málaflokki.
Ríkisráðsfundur verður á Bessastöðum kl. 16 þar sem ráðherraskiptin verða formgerð.
Líklegt má telja að nýr dómsmálaráðherra verði skipaður á næstu vikum þegar þingflokkurinn hefur ráðið frekar ráðum sínum um það.