Smári McCarthy, þingmaður Pírata, styður innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins í íslensk lög og gagnrýnir þá stjórnmálaflokka og stjórnmálamenn sem tromma nú upp andstöðu við málið á Alþingi.
„Þriðji orkupakkinn er fínn. Það er ljóta leyndarmálið. Hann er barasta allt í lagi,“ segir Smári í færslu á fésbókinni í dag, en umræður hefjast senn um orkupakkann á þingi.
„Hann snýst um neytendavernd. Hann snýst um eftirlit með fyrirtækjum í orkuframleiðslu. Hann snýst ekki um raforkusæstrengi eða framsal ríkisvalds eða neitt slíkt,“ bætir Smári við.
„Því miður hefur Miðflokkurinn ákveðið að þetta sé hundaflautan sem þau vilja spila á til að grafa undan EES samningnum, en það virðist vera aðal markmið þeirra,“ segir Smári McCarthy.