Breski fjárfestirinn Edi Truell er sagður beita bresk stjórnvöld þrýstingi um metnaðarfulla áætlun sína um að veita grænni orku frá Íslandi gegnum sæstreng til Bretlands að því er fram kemur í sunnudagsblaði The Times.
Fjárfestirinn hefur skorað á viðskiptaráðherra Breta, Greg Clark, og sagst geta fjármagnað verkefnið en þurfi aðeins samþykki stjórnvalda.
Truell kvað fyrirtæki sitt, Atlantic Superconnection, geta skapað hundruð nýrra starfa í norðaustur hluta landsins, fái hann til þess leyfi. „Allt sem Greg Clark þarf að gera að skapa yfir 800 ný störf í Teesside er að sýna fram á að Atlantic Superconnection geti verið drifkraftur þar,“ sagði Truell, og bætti við, „Það myndi ekki skuldbinda ríkisstjórnina upp á eyri.“
Atlantic Superconnection hefur síðustu ár unnið að fjölmörgum greiningum á lagningu sæstrengs til Íslands, og keypti fjárfestingafélagið DC Renewable Energy, sem er systurfélag þess og í eigu Truell, 12,7% hlut í HS orku í fyrra. Ekkert varð þó af kaupunum á endanum.