Þrýstir á bresk stjórnvöld: Allt fjármagn til reiðu til lagningar sæstrengs

Edi Truell.

Breski fjárfestirinn Edi Truell er sagður beita bresk stjórnvöld þrýstingi um metnaðarfulla áætlun sína um að veita grænni orku frá Íslandi gegnum sæstreng til Bretlands að því er fram kemur í sunnudagsblaði The Times. 

Fjárfestirinn hefur skorað á viðskiptaráðherra Breta, Greg Clark, og sagst geta fjármagnað verkefnið en þurfi aðeins samþykki stjórnvalda.

Truell kvað fyrirtæki sitt, Atlantic Superconnection, geta skapað hundruð nýrra starfa í norðaustur hluta landsins, fái hann til þess leyfi. „Allt sem Greg Clark þarf að gera að skapa yfir 800 ný störf í Teesside er að sýna fram á að Atlantic Superconnection geti verið drifkraftur þar,“ sagði Truell, og bætti við, „Það myndi ekki skuldbinda ríkisstjórnina upp á eyri.“

Atlantic Superconnection hefur síðustu ár unnið að fjölmörgum greiningum á lagningu sæstrengs til Íslands, og keypti fjárfestingafélagið DC Renewable Energy, sem er systurfélag þess og í eigu Truell, 12,7% hlut í HS orku í fyrra.  Ekkert varð þó af kaupunum á endanum.