Kórónaveiran Covid-19 var formlega skilgreind sem heimsfaraldur nú fyrir stundu af Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni, WHO.
Framkvæmdastjórinn Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus sagði hugtakið heimsfaraldur ekki eitthvað til að nota af léttuð eða kæruleysi.
Heimsfaraldur er samkvæmt skilgreiningu á vef Landlæknis:
Heimsfaraldur (Pandemic): Fleiri sjúkdómstilfelli en búast má við í mörgum
löndum/heiminum öllum á tilteknu tímabili.
„Á komandi dögum og vikum eigum við von á að sjá aukingu á staðfestum tilfellum, aukningu á tölu látinna og þeim löndum sem glíma við veiruna,“ sagði framkvæmdastjórinn.
Bætti hann við að stofnunin hefði fylgst rækilega allan sólarhringinn með þróun mála undanfarnar vikur og sérstakt áhyggjuefni væri ógnvænleg tíðni smita og hversu alvarlegt ástand skapaðist. Auk þess væri aðgerðaleysi víða ekki minna áhyggjuefni.
Hægt er að horfa á upptöku af blaðamannafundi WHO hér að neðan.