Trump-hjónin greinast með COVID-19: Kosningabaráttan vestra í uppnámi

  • Donald Trump Bandaríkjaforseti og eiginkona hans, Melanie Trump, eru bæði komin með kórónaveiruna sem veldur COVID-19. Forsetinn skýrði frá þessu á Twitter undir morgun að íslenskum tíma.
  • Náinn ráðgjafi forsetans Hope Hicks, greindist með veiruna í gær. Hún hafði verið í samskiptum við Trump-hjónin, meðal annars flogið með þeim í þyrlu í vikunni, og því var ljóst í gærkvöldi að forsetahjónin hefðu verið útsett fyrir smiti. Þau fóru því í skimun og niðurstaðan lá fyrir í nótt að íslenskum tíma.
  • Læknir Bandaríkjaforseta segir að Trump-hjónin verði nú í einangrun næstu daga í Hvíta húsinu. Lengd einangrunarinnar velti á því hvort þau muni finna til einkenna og síðar veikinda.
  • Kosningabaráttan vestra er komin í algjört uppnám vegna málsins. Trump mun ekki geta sótt framboðsfundi í lykilríkjum eins og áætlað var og óvíst er hvort hann verður í færum til að taka þátt í seinni kappræðum frambjóðenda sem áætlaðar eru 15. október nk.
  • Fari svo að veikindi hamli starfsgetu forsetans, tekur Mike Pence varaforseti við stjórnartaumunum tímabundið. Ef hann veikist líka, er röðin komin að þingforsetanum Nancy Pelosi að taka við, en hún kemur úr röðum Demókrata.