Trump hreinsaður af ásökunum um samsæri með Rússum

Robert S. Mueller, sérstaki saksóknarinn sem undanfarið hefur rannsakað meint afskipti Rússa af forsetakosningunum og þátt Donalds Trump í því, hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsetinn hafi ekki átt neitt slíkt samsæri með Rússum og ekki heldur hans nánustu ráðgjafar.

Samantekt úr ítarlegri rannsókn hins sérstaka saksóknara var birt í dag og lesa má hana hér.

Í skýrslunni kemur einnig fram að ekki sé nægar sannanir fyrir ásökunum um að forsetinn hafi reynt að hafa áhrif á gang réttvísinnar í störfum sínum.

Eins og vænta mátti er Trump forseti ánægður með niðurstöður rannsóknarinnar.