Tugir þúsunda félagsmanna í Starfsgreinasambandinu líka á leið í verkfall

Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.

Útlit er fyrir söguleg átök á vinnumarkaði á næstu vikum, eftir að slitnaði í morgun upp úr viðræðum Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins.

Fyrir liggur að félagsmenn í VR, Eflingu og fleiri félögum eru á leið í verkföll, en nú bætist fjölmennur hópur við, þar sem félagsmenn Starfsgreinasambandsins skipta tugþúsundum.

Því er nú útlit fyrir harðari og víðtækari verkfallsátök á almennum vinnumarkaði hér á landi en sést hafa í nokkra áratugi.

Samninga­nefnd SGS hafði sagt í yfirlýsingu fyrir helgi, að kæmu ekki nýjar hug­myndir eða við­brögð fram frá atvinnurekendum lægi fyrir skýr heimild til að til að lýsa yfir árangurs­lausum við­ræðum hjá ríkis­sátta­semjara og slíta við­ræðum.