Útlit er fyrir söguleg átök á vinnumarkaði á næstu vikum, eftir að slitnaði í morgun upp úr viðræðum Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins.
Fyrir liggur að félagsmenn í VR, Eflingu og fleiri félögum eru á leið í verkföll, en nú bætist fjölmennur hópur við, þar sem félagsmenn Starfsgreinasambandsins skipta tugþúsundum.
Því er nú útlit fyrir harðari og víðtækari verkfallsátök á almennum vinnumarkaði hér á landi en sést hafa í nokkra áratugi.
Samninganefnd SGS hafði sagt í yfirlýsingu fyrir helgi, að kæmu ekki nýjar hugmyndir eða viðbrögð fram frá atvinnurekendum lægi fyrir skýr heimild til að til að lýsa yfir árangurslausum viðræðum hjá ríkissáttasemjara og slíta viðræðum.