Tuttugu hafa greinst með Kórónuveiruna hér á fimm dögum

Í dag hafa fjögur ný tilfelli af COVID-19 sjúkdómnum verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Samtals hafa því tuttugu einstaklingar verið greindir hér á landi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Enn sem komið er hafa öll tilfelli smitast erlendis.