Upplýsingafundirnir verða framvegis annan hvern dag

Frá upplýsingafundi Almannavarna í Skógarhlíð. / Lögreglan.

Frá og með morgundeginum verða upplýsingafundir Almannavarna ekki lengur daglegur viðburður á skjám landsmanna, eins og verið hefur undanfarna tvo mánuði.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, staðfestir við Viljann að fundirnir haldi áfram en verði nú annan hvern dag og ekki um helgar. Það þýðir að rúmlega tvö á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum mun Víðir að venju hefja fund á upphafsorðunum frægu: „Góðan og blessaðan daginn!“

Á miðnætti taka gildi ýmsar tilslakanir frá samkomubanni auk þess sem skólastarf í leik- og grunnskólum mun færast í eðlilegt horf. Sama á við um íþróttastarf barna og unglinga.