Útflutningsverðmæti sjávarafurða aldrei meira í erlendri mynt

Á föstu meðalgengi ársins nam útflutningsverðmæti sjávarafurða 239,6 milljörðum króna á síðasta ári og jókst það um 34,5 ma. kr. milli ára eða 16,8%.

Útflutningsverðmæti sjávarafurða á föstu nafngengi hefur ekki áður mælst jafn mikið ef horft er allt aftur til ársins 1961, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbanka Íslands.

Næstmesta útflutningsverðmætið var árið 2015 en uppfrá því ári tók krónan að styrkjast verulega og lækkaði útflutningsverðmætið mælt í krónum töluvert.

Gengisvísitala krónunnar var 167 stig að meðaltali á síðasta ári borið saman við 160 stig árið 2017 og var þetta í fyrsta skiptið síðan árið 2012 að gengi krónunnar veiktist milli ára.

Hagsjá: Útflutningsverðmæti sjávarafurða aldrei meira í erlendri mynt (PDF)