Valgerður nýr formaður

Valgerður Sveinsdóttir hefur tekið við formennsku í Miðflokksfélagi Reykjavíkur.

Valgerður er lyfjafræðingur að mennt. Hún skipaði 2. sæti í Reykjavík suður í síðustu alþingiskosningum og hefur verið varaformaður MFR frá stofnun félagsins.

Valgerður tekur við formennsku af Viðari Frey Guðmundssyni, sem sagði af sér milli jóla og nýárs.