Snæbjörn Brynjarsson, varaþingmaður Pírata, hefur ákveðið að segja af sér varaþingmennsku fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður og víkja úr öllum trúnaðarstöðum fyrir Pírata. Þetta gerist í kjölfar þess að upplýst var, að hann var með ógnandi framkomu við blaðakonuna Ernu Ýr Öldudóttur á skemmtistað um helgina.
Fréttablaðið greindi frá atvikinu í dag, en Erna Ýr, sem er blaðamaður hér á Viljanum, skýrði svo betur frá því með færslu á fésbók snemma í morgun.
Snæbjörn steig svo fram í kjölfarið, baðst innilegrar afsökunar á óviðeigandi hegðun sinni og kvaðst vera búinn að segja af sér öllum trúnaðarstörfum.
Lesa má færslur þeirra beggja hér að neðan.