Samtök atvinnulífsins fóru fram á frestun verkfallsaðgerða (sem eiga að standa á fimmtudag og föstudag) á samningafundi með Eflingu, VR og fleiri verkalýðsfélaga á samningafundi hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Honum var frestað eftir stutta stund til morguns vegna stöðunnar á flugmarkaði.
„Við lítum á það sem eðlilega og ábyrga aðgerð að verða við slíku,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu Bylgjunnar í hádegisfréttum.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu Bylgjunnar að sér þyki undarlegt að fundinum hafi verið frestað og ekki standi til að fresta verkföllum.
Sama hvað kapítalísk fyrirtæki gera
Hún sagði á mbl.is í gær að vandinn við íslenskt efnahagskerfi sé hversu ótrúlega viðkvæmt það sé fyrir vandræðum eins fyrirtækis.
„Verkalýðsbarátta snýst um að tryggja vinnuaflinu mannsæmandi afkomu sama hvað kapítalísk fyrirtæki gera,“ sagði hún.