Verkalýðshreyfingin hafnar beiðni SA um frestun verkfalla vegna WOW

Dr. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.

Samtök atvinnulífsins fóru fram á frestun verkfallsaðgerða (sem eiga að standa á fimmtudag og föstudag) á samningafundi með Eflingu, VR og fleiri verkalýðsfélaga á samningafundi hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Honum var frestað eftir stutta stund til morguns vegna stöðunnar á flugmarkaði.

„Við lítum á það sem eðlilega og ábyrga aðgerð að verða við slíku,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu Bylgjunnar í hádegisfréttum.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu Bylgjunnar að sér þyki undarlegt að fundinum hafi verið frestað og ekki standi til að fresta verkföllum.

Sama hvað kapí­talísk fyr­ir­tæki gera

Hún sagði á mbl.is í gær að vandinn við íslenskt efnahagskerfi sé hversu ótrúlega viðkvæmt það sé fyrir vandræðum eins fyrirtækis.

„Verka­lýðsbar­átta snýst um að tryggja vinnu­afl­inu mann­sæm­andi af­komu sama hvað kapí­talísk fyr­ir­tæki gera,“ sagði hún.