Verkföllum sex verkalýðsfélaga, sem vera áttu á morgun og föstudag, hefur verið aflýst og stendur til að gera atlögu að gerð kjarsamnings næstu daga.
Þetta var tilkynnt nú á sjöunda tímanum í Karphúsinu í kvöld.
Dagsskipunin er að ná kjarasamningum, sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, en bætti við að hann væri hóflega bjartsýnn.
Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, sagði verkfallsógnina liggja eins og mara yfir samfélaginu og nú yrðu málsaðilar að beina kröftum sínum að því að ná samkomulagi og friði á vinnumarkaði.