Versta sviðsmyndin sagði 300 smit. Þau eru nú 330 og faraldurinn rétt að byrja

Talan yfir staðfest smit hér á landi af Kórónaveirunni tók annað stökk sl. sólarhring og hafa nú 330 manns greinst hér á landi. Áttatíu smit hafa því bæst við frá því tölur voru birtar á vef landlæknis í gær.

Á blaðamannafundi Almannavarna og sóttvarnalæknis þann 26. febrúar sl. kom fram að viðbúnaðurinn hér á Íslandi vegna Covid-19 miði fyrst og fremst að því að greina mögulega sýkta einstaklinga snemma. Einangra veika og beitta sóttkví á þá sem hugsanlega eru smitaðir en ekki veikir.

Versta sviðsmyndin sem rædd var á fundinum gerði ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi.

Við erum því vel komin yfir það mark nú og faraldurinn virðist þó aðeins á upphafsstigi hér á landi. Alma Möller landlæknir sagði í gær, að hún vonaðist eftir því að útbreiðsla veirunnar muni ná hámarki hér um páskana.