Við hvern ætlar hið nýja Atvinnufjelag að semja?

Flosi Eiríksson framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins.

Þó nokkur kraftur hefur verið kringum stofnun nýs aðilarfélags lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem ber hið þjóðlega heiti, Atvinnufjelagið, skrifað upp á gamla mátann og allt. Sigmar Vilhjálmsson, einn helsti hvatamaðurinn að stofnun félagsins, segir að Samtök atvinnulífsins þjóni ekki hagsmunum minni fyrirtækja og því sé nýtt félag stofnað, meðal annars til að fara með samningsumboð fyrir sína félagsmenn í kjarasamningum.

Spurningin sem vaknar hins vegar hlýtur að vera: Við hvern ætlar hið nýja félag að semja? Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, veltir þessu fyrir sér á fésbókinni og á honum er ekki að skilja að helsta markmið hins nýja Atvinnufjelags nái fram að ganga.

Flosi skrifar:

„Kíkti aðeins á heimasíðu Atvinnufjelagsins sem eru nýtt atvinnurekendafélag sem lýsa því yfir að þau vilja gera kjarasamninga – kemur reyndar ekki fram við hvern – og hér koma fram þeirra helstu markmið.;

Og hann bætir við:


Þau virðast í stuttu máli vera að fella niður vaktaálag og yfirvinnu, eitthvað um prósentuhækkanir á laun umfram taxta sem virðist vera byggt á vanþekkingu, fækka veikindadögum og skerða réttindi og gera atvinnurekendum fært að lögsækja starfsmenn sína.“

„Hver væri mögulegur ávinningur eða hagur launafólks af því að semja við þetta félag? Getur einhver útskýrt það fyrir mér?“