Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í kærumáli Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, vegna borgarstjórnarkosninganna 2018. Sýslumaður hafði vísað kæru borgarfulltrúans frá, en samkvæmt úrskurði ráðuneytisins ber honum að skipa þriggja manna nefnd til að úrskurða um kæruefnið.
Í framhaldi af úrskurði Persónuverndar, að lög hefðu verið brotin í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna 2018, leitaði Vigdís til Sýslumanns og kærði framkvæmd kosninganna.