Allt útlit er fyrir hörð og víðtæk verkföll hér á landi á næstu vikum, því nú hafa Verkalýðsfélag Akraness og VR ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um verkföll, sem ljóst er að munu lama ferðaþjónustuna í landinu.
Stjórn VR samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar 2019, að boða til leynilegrar atkvæðagreiðslu um verkfall hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og í gistiþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði.
Aðeins starfsmenn fyrirtækja, sem verkfallið mun taka til, munu greiða atkvæði um verkfall.
Sjá kröfugerð félagsins og tilboð Samtaka atvinnulífsins hér.
VR hefur því ákveðið að efna til leynilegrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal félagsmanna VR sem starfa hjá hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR og hjá eftirfarandi fyrirtækjum með staðsetningu í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Hveragerði:
- Fosshótel Reykjavík ehf.
- Íslandshótel hf.
- Flugleiðahótel ehf.
- Cabin ehf.
- Hótel Saga ehf.
- Miðbæjarhótel/Centerhotels ehf.
- Hótel Klettur ehf.
- Örkin Veitingar ehf.
- Keahótel ehf.
- Hótel Frón ehf.
- Hótel 1919 ehf.
- Hótel Óðinsvé hf.
- Hótel Leifur Eiríksson ehf.
- Hótel Smári ehf.
- Fjörukráin ehf. (Hotel Viking)
- Hótel Holt Hausti ehf.
- Hótelkeðjan ehf.
- CapitalHotels ehf.
- Kex Hostel
- 101 (einn núll einn) hótel ehf.
Aðeins félagsmenn VR í ofangreindum fyrirtækjum og hópbifreiðafyrirtækjum á félagssvæði VR munu kjósa um verkfall.
Kosið er um að samþykkja eða hafna verkfallsaðgerðum samkvæmt eftirfarandi dagsetningum:
- Frá klukkan 00:01 til klukkan 23:59 þann 22. mars 2019 (1 dagur)
- Frá klukkan 00:01 þann 28. mars 2019 til klukkan 23:59 þann 29. mars 2019 (2 dagar)
- Frá klukkan 00:01 þann 3. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 5. apríl 2019 (3 dagar)
- Frá klukkan 00:01 þann 9. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 11. apríl 2019 (3 dagar)
- Frá klukkan 00:01 þann 15. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 17. apríl 2019 (3 dagar)
- Frá klukkan 00:01 þann 23. apríl 2019 til klukkan 23:59 þann 25. apríl 2019 (3 dagar)
- Ótímabundin vinnustöðvun frá klukkan 00:01 þann 1. maí 2019.
Þá hefur stjórn Verkalýðsfélags Akraness ákveðið að láta fara fram allsherjaratkvæðagreiðslu um verkfallsboðun meðal félagsmanna sinna sem heyra undir kjarasamning sem félagið á við Samtök atvinnulífsins vegna veitinga- , gisti-, þjónustu og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi.
Atkvæðagreiðslan mun hefjast 29. mars og og standa til 5. apríl og ef kosning um verkfall verður samþykkt, mun allsherjarverkfall þeirra sem heyra undir áðurnefndan kjarasamning skella á 12. apríl.
Verkalýðsfélag Akraness mun auglýsa kosninguna og önnur útfærsluatriði þegar nær dregur kosningunni.