Vill fella hraðar niður takmarkanir en kynnt hefur verið

Viljinn: Erna Ýr Öldudóttir.

Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fv. dómsmálaráðherra, sagði á hádegisfundi Varðar í dag, að ekki sé spurning hvort við Íslendingar getum lifað lifað með Covid19, heldur hvernig við ætlum að gera það.

Hún telur einboðið að við höldum okkur á þeirri braut sem farin var í upphafi, þ.e. leið hófsamra aðgerða sem henta fámennri samtaka þjóð í strjábýlu landi.

„Nú er að mínu mati kominn tími til að fella niður þær takmarkanir sem verið hafa á ýmiss konar starfsemi, og hraðar en kynnt hefur verið. Aðstæður á Íslandi eru allar hinar ákjósanlegustu til þess,“ segir hún.