Vill hvorki póstkosningu né flýta flokksráðsfundi vegna þriðja orkupakkans

Valhöll, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokksins.

Ekki er til­efni til að efna til at­kvæðagreiðslu meðal flokks­manna Sjálf­stæðis­flokks vegna þriðja orkupakk­ans miðað við inn­tak máls­ins og eðli þess, að mati Birg­is Ármanns­son­ar, þing­flokks­for­manns Sjálf­stæðis­flokks.

Rætt er við hann í Morgunblaðinu í dag. Aðspurður seg­ir hann eng­in for­dæmi fyr­ir því að heim­ild­inni hafi verið beitt og að hún hafi ný­lega komið inn í skipu­lags­regl­ur flokks­ins.

Viðmæl­end­ur Morgunblaðsins úr hópi and­stæðinga þriðja orkupakk­ans inn­an flokks­ins vilja sum­ir flýta flokks­ráðsfundi sem halda á í sept­em­ber nk. og halda hann áður en þing kem­ur sam­an og ræðir orkupakk­ann.

Birg­ir seg­ir það ekki raun­hæf­an kost. „Flokks­ráðsfund­ur er hald­inn af öðru til­efni og til þess að fjalla al­mennt um stefnu­mörk­un flokks­ins, en ekki til að taka af­stöðu til ein­stakra mála. Það er nokkuð um­hend­is að færa jafn stór­an og viðamik­inn fund til,“ seg­ir hann og vís­ar til þess sem fyrr kom fram, að ann­ar vett­vang­ur verði notaður til þess að ræða mál­in.

Matt­hild­ur Skúla­dótt­ir, stjórn­ar­maður í Verði – full­trúaráði sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Reykja­vík, segir við blaðið að and­stæðingar orkupakk­ans séu svekktir yfir því hvernig komið er og marg­ir séu óánægðir með rík­is­stjórn­ina.