Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur beint fyrirspurn á Alþingi til heilbrigðisráðherra um ótímabær dauðsföll.
Fyrirspurnin er svohljóðandi:
1. Hve margir hafa látist hér á landi vegna afstýranlegra orsaka, þ.e. atvika sem hefði mátt koma í veg fyrir, á ári hverju sl. 10 ár?
2. Hversu margir hafa látist hér á landi vegna læknanlegra orsaka, þ.e. sjúkdóma sem undir eðlilegum kringumstæðum hefði mátt meðhöndla, á ári hverju sl. 10 ár?
3. Hversu margir hafa látist vegna læknamistaka á ári hverju sl. 10 ár?
4. Hvaða dánarorsakir hafa valdið þessum dauðsföllum, flokkað eftir tegund og fjölda á ári hverju sl. 10 ár?