Warren Buffet um ábyrgð stjórnvalda vegna orkuskipta

Warren Buffet er m.a. einn stærsti hluthafinn í Coca Cola Company gegnum Berkshire.

Bandaríska fyrirtækjasamstæðan Berkshire Hathaway, undir stjórn og í eigu fjármálasnillingsins aldna, Warren Buffet, hefur eytt um 30 milljörðum dollara í vindmyllur og innviði í Iowa-ríkinu í gegnum eitt af mörgum fyrirtækjum sem það á. Markmiðið er að breyta ríkinu í „Sádí Arabíu vindorkunnar“.

Um þetta er fjallað í Financial Times og Viljinn þýddi.

Önnur tegund kapítalista myndi halda því fram að flutningur úr jarðefnaeldsneyti yfir í endurnýjanlega orku, endurspeglaði ábyrgð fyrirtækja hans á samfélaginu, „að ganga vel með því að gera gott“. Slík er núverandi stemmingin hjá fyrirtækjum, gefin upp – af einlægni eða ekki – í ársskýrslum og auglýsingum um allan heim.

Fyrirtæki vita ekki hvað er öðrum fyrir bestu

En Warren Buffett, hlustar ekkert á það. Hann fjárfesti aðeins í vindorku vegna þess að ríkisstjórnin greiddi honum fyrir það: „Við myndum aldrei gera [það] án skattaafsláttarins sem við fáum.“

Hinn svokallaði Öldungur af Omaha hélt áfram. Það er rangt, sagði hann í viðtali við Financial Times fyrr á þessu ári, að fyrirtæki þröngvi skoðunum sínum um „það sem er æskilegt“ á samfélagið. Hvað fékk þau til að halda að þau viti betur, í reynd? „Það er mjög erfitt að vita það. Ef við ræðum 20 stærstu fyrirtækin, þá veit ég ekki hvert þeirra hegðar sér best. Ég hef verið forstöðumaður 20 [fyrirtækja] skráðra á markaði og ég held að það sé mjög erfitt að meta hvað þau eru að gera. . . það er mjög, mjög erfitt. Mér finnst t.d. gott að borða nammi. Er nammi þá gott fyrir mig eða ekki? Ég veit það ekki.“

Og jafnvel þó að stjórnendur Berkshire vissu hvað væri best fyrir heiminn, þá væri rangt að fjárfesta á þeim grundvelli, vegna þess að þeir eru bara umboðsmenn fyrir hluthafa fyrirtækisins. „Þetta eru peningar hluthafa,“ sagði hann. Berkshire er útilokar framlög til góðgerðarstarfsemi í meginatriðum. „Margir fyrirtækjastjórnendur harma hvernig stjórnvöld úthluta peningum skattgreiðenda, en eru alveg óhræddir við að útdeila peningum hluthafa,“ sagði hann styggilega.

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja var að hámarka hagnað

Það er stórmerkilegt að um þessar mundir sé yfirlýst skoðun Buffett eitthvað sem sker sig úr. Milton Friedman, hinn heimsfrægi hagfræðingur Chicago-háskólans, skrifaði fyrir hálfri öld að „samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er að hámarka hagnað“. Þar til nýlega var sú skoðun fagnaðarerindið, frá viðskiptaháskólum til þingsala.

Hagfræðingurinn Milton Friedman.

Eftir velgengni Buffet við að skapa Berkshire Hathaway gríðarlegan auð, gæti mesta afrek Mr Buffett verið að skapa ómetanlega almenna ímynd sem góðlegi afi kapítalismans. Það gefur honum svigrúm til að segja hluti sem aðrir þora aðeins að hugsa. En Buffett er þó ekki einn.

Robert Shillman, formaður skynjarafyrirtækisins Cognex, notaði síðustu ársskýrslu fyrirtækisins til að: „lýsa áhyggjum mínum yfir þeirri þróun að lemja bæði á frjálsu fyrirtækjaumhverfi sem og fyrirtækjunum okkar“.

Hann talaði sérstaklega um „eftirlit með fyrirtækjum. . . einkum varðandi umhverfis-, félags- og stjórnarmálefni“ (e. ESG). Þrátt fyrir að stjórnvöldum hafi ekki enn tekist að hafa eftirlit með ESG starfsemi fyrirtækja, „því miður er það ekki tilfellið fyrir stjórnun stórra stofnanasjóða“.

Stjórnendur hafa ekki umboð til annars en að hámarka hagnað

Eignastýrendur væru ekki að starfa eftir umboði fjárfesta í verðbréfasjóðum, með því að „þrýsta á „fyrirtæki sín“ um að taka tillit til ESG þátta þegar þeir taka viðskiptalegar ákvarðanir.

„Ef þeir spyrðu [sjóðfjárfesta], „Viltu að stjórn og stjórnendur fyrirtækja þinna eyði tíma og orku í umhverfis-, félags- og stjórnunarlega hætti eða viltu að þeir verji öllum sínum tíma og orku í að auka verðmæti hlutabréfa þinna?“, þá er ég frekar viss um að yfirgnæfandi fjöldi þeirra myndi velja það síðastnefnda.“

Mikill vöxtur ESG-rekinna fjárfestingarsjóða undanfarin ár bendir til þess að Shillman gæti haft rangt fyrir sér. En kapítalistar sem vilja taka tillit til hagsmuna annarra hópa, svo sem starfsmanna og samfélagsins, myndu einnig halda því fram að spurning hans geri ráð fyrir fölskum valkostum, vegna þess að ef kapítalisminn gerir ekki meira til að koma á betra samfélagi, verði starfsleyfi fyrirtækjanna afturkölluð.

Eins og Alan Schwartz, formaður fjárfestingarbankans Guggenheim Partners, orðaði það fyrr á þessu ári: „í aldanna rás höfum við séð að þegar fjöldinn heldur að elíturnar eigi of mikið, þá gerist annað af tvennu: löggjöf til að dreifa auðinum. . . eða bylting til að bylting til að útdeila fátækt “.

Óstöðugleiki vegna eigingjarnrar hegðunar stjórnenda studdri af slæmri stefnu stjórnvalda

En jafnvel á meðal þeirra sem eru sammála um að kapítalisminn sé orðinn hættulega óstöðugur, eru ekki allir sammála um að grundvallarvandinn sé fólginn í ávöxtun hluthafa. Paul Singer, sem rekur aktívista sjóð vogunarsjóðsins Elliott Management, er með gagnstæða skoðun. Það er eigingjörn hegðun stjórna og stjórnenda, studd af slæmri stefnu stjórnvalda, sem hefur skapað þá tilfinningu að kapítalismi sé ójafn leikur.

Að sögn Singer var kapítalismi kerfi fyrirtækja, þar sem fjárfestar áttu fyrirtæki, skipuðu stjórnir til að móta stefnu og stjórnendur til að framkvæma stefnuna. Núverandi veruleiki, sagði Singer á ráðstefnu árið 2017, er að stjórnendur velja stjórnina og stefnu í eigin þágu. Hagsmunir fjárfesta lentu í öðru sæti. „Það sem hefur gerst í bandarískum kapítalisma er. . . gríðarlega mikil stöðnun, “sagði hann. Stórkostlegt dæmi, sagði hann, var áhættusöm stjórnun, og veikburða stjórnir stóru bankanna sem ollu fjármálakreppunni.

Viðbrögðin við kreppunni, rýmkuð peningastefna, jók aðeins á óánægju með kapítalismann, með því að eignaverð hækkaði, án aðstoðar við borgarana. „Fjármálageirinn [og] eignaeigendur hafa það frábært, en millistéttin er undir gríðarlegum þrýstingi og það er hluti af popúlískum kenningum sem eru. . . að efast um víðtæka viðurkenningu á efnahagslegu frelsi. „Það sem þarf, með öðrum orðum, er hreinni og erfiðari útgáfa af hluthafakapítalisma, ekki mýking á honum.“

Hver á að borga fyrir orkuskiptin?

Buffett er með einfaldari framtíðarsýn til að skapa betra samfélag. Hann telur að það sé stefna stjórnvalda, ekki kapítalismi, sem hljóti að knýja fram breytingar. Hann notaði dæmi um síðustu kolaorkuver Berkshire.

„Ef fólk vill að við losum okkur við kolaorkuverin, þurfa annaðhvort hluthafar eða neytendur að greiða fyrir það. Það er hægt að halda því fram að því miður borgi neytandinn fyrir það, en erfiðleikarnir verða mestir þar sem orkan kemur að helmingi eða meira frá kolabrennslu. En þeir búa annarsstaðar þurfa ekki að greiða fyrir það. Þannig að kostnaðurinn lendir einhversstaðar. . . spurningin er hvernig hann greiðist, en það þarf þá að vera ákvörðun stjórnvalda.“

„Ríkisstjórnin,“ sagði hinn ef til vill einn helsti núlifandi kapítalisti, „verður að gegna því hlutverki að móta markaðskerfin.“