WOW: Sveinn Andri og Þorsteinn stýra stærsta þrotabúi seinni ára

Flug­fé­lagið WOW air verður tekið til gjald­þrota­skipta í Héraðs­dómi Reykja­víkur á eftir. Þá verða jafn­framt skipaðir skipta­stjórar yfir búinu, tveir í þessu til­felli vegna stærðar fé­lagsins.

Fréttablaðið skýrði frá þessu fyrr í dag og hafði eftir öruggum heimildum að það verði verk­efni hæsta­réttar­lög­mannanna Sveins Andra Sveins­sonar og Þor­steins Einars­sonar að skipta búinu.

Sveinn Andri hefur staðfest þetta í samtali við Viljann.

Ljóst er að þrotabú WOW air er gríðarlega stórt og umfangsmikið, enda hefur komið fram að skuldirnar séu vel á þriðja tug milljarða króna og starfsmenn yfir eitt þúsund talsins.

Þetta er því klárlega eitt stærsta — ef ekki stærsta — þrotabú sem þarf að vinna úr frá því í hruninu.