Nýjar tölur frá Kína benda til þess að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem greinast með Kórónuveiruna Covid-19 fái engin einkenni af sjúkdómnum.
Það er þvert á það sem hingað til hefur verið haldið fram af Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni, WHO. Hörð gagnrýni hefur enda komið fram um áreiðanleika könnunarinnar og þá aðferðafræði sem þar er beitt.
Í umfjöllun Jótlandspóstsins í dag, kemur fram að úrtakið sýni að fjórir af hverjum fimm sýktum einstaklingum sýni engin einkenni. Kínversk heilbrigðisyfirvöld hófu skimanir á ný þann fyrsta apríl þar sem óttast er að ný bylgja faldursins muni dynja á íbúum þar í landi á næstu vikum.
Á fyrsta degi reyndust 130 manns einkennalausir smitberar af 166 einstaklingum með staðfest smit. Útbreiðsla covid-19 er því án efa mun víðtækari en óttast hefur verið.
Tom Jefferson er sérfræðingur í sóttvarnarfræðum við Oxford háskólann í Bretlandi og telur nokkuð víst að veiran hafi verið orðin landlæg í Evrópu mun fyrr, áður en skimanir hófust. Útbreiðslan hafi þess vegna fljótlega farið úr böndum og erfitt að rekja smitleiðir.
Sergio Romagnani, prófessor í ónæmisfræðum við háskólann í Flórens tekur undir þetta og segist vera með haldbær gögn sem sýna fram á að flestir sem smitast af veirunni séu einkennalausir smitberar.
Eins og fyrr segir, hefur komið fram hörð gagnrýni á aðferðafræði rannsóknarinnar. Virðast vísindamennirnir komnir á harðahlaup frá ályktunum sínum af þeim sökum.