Karl Sigurbjörnsson, fv. biskup, er ekki hrifinn af áformum Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra um breytingar á helgidagalöggjöfinni að því er varðar jóladagana.
Bann við skemmtanahaldi, sýningum, happdrætti og bingói verður fellt úr lögum um helgidagafrið nái frumvarp dómsmálaráðherra fram að ganga. Drög að frumvarpinu eru sem stendur í umsagnarferli í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar.
„Nú er stefnt að því að afnema það litla sem eftir er af helgidagalöggjöfinni. Nú fær jólafriðurinn að fjúka. Helgidagalöggjöfin á rætur í hvíldardagsboði Biblíunnar. Hvíldardagsboð Biblíunnar er lífsvörn gegn græðgi og kúgun. Þá skyldi allt fá að hvílast, menn og skepnur og jörðin sjálf. Þannig vildi Guð koma í veg fyrir að streytan og græðgin næði yfirhöndinni og kæfði umhyggjuna,“ segir Karl.
„Nú fá þarfir viðskiptalífsins algeran forgang. Og það þarf enginn að segja að afnám helgidagalöggjafarinnar muni ekki hafa áhrif á kjarasamninga. Hvers vegna ætti þá að hafa helgidagaálag ef allir dagar eru jafnir?“ spyr biskupinn fyrrverandi.
Í stuttu máli: Karl Sigurbjörnsson biskup hefur áhyggjur af því að jólafriðurinn fái nú á fjúka með tillögum dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um helgidaga.