Engin önnur dæmi þess að stjórnmálaforingjar fari með fjármál flokka

Ólafur Ísleifsson alþingismaður.

Ólaf­ur Ísleifs­son og Karl Gauti Hjalta­son, þing­menn Flokks fólks­ins, lýstu áhyggj­um af fjár­mál­um flokks­ins fyr­ir rík­is­end­ur­skoðanda síðasta haust og gerðu grein fyr­ir því að Inga Sæ­land, formaður flokks­ins, færi með fjár­ráð hans.

Þetta kemur fram í samtali Ólafs við Morgunblaðið í dag. Þingmennirnir voru báðir reknir úr Flokki fólksins, að tillögu Ingu Sælands, eftir að hið svonefnda Klaustursmál komst í hámæli í desember.

„Ég lét uppi við for­mann­inn það sjón­ar­mið að ég teldi ekki rétt að fjár­mál flokks­ins væru í hönd­um kjör­inna full­trúa. Þetta gerðum við strax báðir snemma í nóv­em­ber árið 2017 á þing­flokks­fundi, skömmu eft­ir að við vor­um kjör­in á þing,“ segir Ólafur og bendir á að þegar upp hafi komið ráðagerðir nokkru síðar um að ráða son hennar á skrifstofu flokksins, hafi þeir lýst þeirri skoðun sinni að það ætti ekki við.

Ólaf­ur seg­ir að þeir fé­lag­ar hafi báðir haft mikl­ar áhyggj­ur af þess­um atriðum og nefn­ir að hann þekki ekki dæmi þess að stjórn­mála­for­ingj­ar hafi með fjár­mál flokka sinna að gera.

„Ég yrði mjög hissa ef þetta væri þekkt í nokkr­um flokki hér á landi, ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um eða í Evr­ópu. Ég hefði haldið að þetta væri viður­kennt sjón­ar­mið. Ég tel að það sé líka viður­kennt sjón­ar­mið að þeim sem fara með op­in­bert fé ber að sýna ýtr­ustu aðgát og fara að skýr­um ákvæðum laga um þau efni, m.a. um verka­skipt­ingu. Stjórn­mála­flokki og þeim sem hafa verið sett­ir til starfa á hans veg­um staf­ar mik­il orðspors­hætta af slíkri skip­an mála eins og nú hef­ur verið staðfest að er uppi hjá Flokki fólks­ins,“ segir Ólafur í samtali við Morgunblaðið.