Forysta Framsóknar endurkjörin með yfirgnæfandi stuðningi

Sigurður Ingi Jóhannsson var á 37. Flokksþingi Framsóknar sem fram fór um helgina, endurkjörinn formaður flokksins með rúmlega 96% greiddra atkvæða. Sigurður Ingi hefur verið formaður frá árinu 2016 og fagnaði einmitt 62 ára afmæli sínu þegar flokksþingið fór fram.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir var endurkjörin varaformaður Framsóknar með tæplega 90% greiddra atkvæða. Lilja Dögg hefur verið varaformaður frá árinu 2016.

Ásmundur Einar Daðason var endurkjörinn ritari Framsóknar með rúmlega 95% atkvæða. Hann hefur verið ritari Framsóknar frá árinu 2022.