„Þeir sem búa á hættusvæðum, vegna jarðskjálfta og goshættu, geta treyst á stuðning þjóðarinnar allrar, almennings, stofnana og stjórnmála. Við stöndum öll saman, eins og við Íslendingar höfum alltaf gert við slíkar aðstæður.“
Þetta segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fv. forsætisráðherra.
„Vonandi eru þetta óþarfar áhyggjur en gætið varúðar og munið að allir munu sameinast um takast á við ástandið með ykkur,“ bætir hann við.