Ísland trónir á toppnum yfir þau lönd þar sem fólk er hvað opnast fyrir því að samþykkja innflytjendur, skv. frétt á vef Gallup í Washington í Bandaríkjunum, um niðurstöðu alþjóðlegrar könnunar.
Vísitala könnunarinnar byggir á þremur spurningum sem Gallup spurði í 138 löndum árið 2016 og í Bandaríkjunum og Kanada árið 2017. Spurt var hvort fólki finndist það vera gott eða slæmt að innflytjendur gerist nágrannar þeirra og giftist inn í fjölskyldur þeirra.
Athygli vekur að mörg lönd í fremstu víglínu flóttamannakrísunnar í Evrópu eru á meðal þeirra landa í heiminum sem eru síst móttækileg gagnvart innflytjendum, en þau eru flest staðsett meðfram Balkanskagaleiðinni, sem eitt sinn hleypti hælisleitendum frá Grikklandi til Þýskalands.

Yngra fólk, fólk í þéttbýli, ríkir og fólk með meiri menntun var móttækilegra fyrir hugmyndinni að taka við innflytjendum en þeir eldri, landsbyggðarfólk, efnaminni og minna menntaðir. Fólk fætt fyrir árið 1946 er þó móttækilegra fyrir innflytjendum en svokallaðir „Boomers“ og X-kynslóðin, sem fæðast á eftir, og efri millistétt er minna móttækileg en miðstétt fólks og hinir ríkustu, skv. niðurstöðu könnunarinnar.
