Örnólfur Árnason rithöfundur segir að prinsippleysið sé helsta einkenni Vinstri grænna nú um stundir. Hann segir að VG sé fyrrverandi stjórnmálaflokkur og margir sjái sárt eftir að hafa greitt flokknum atkvæði sitt.
Tilefnið er forysta VG í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn og Örnólfur er ómyrkur í máli í gagnrýni sinni á fésbók.
Hann segir:
„Margt af því ágæta fólki sem stóð að baki flokksins Vg var gjarnan sakað um að standa allt of fast á sínum prinsippum. Nú held ég að prinsippleysið sé helsta einkenni þessa (fyrrverandi) stjórnmálaflokks.“
Og hann bætir við:
„Mikið skelfing er ég feginn að hafa aldrei kosið þetta lið. Margir góðir vinir og ættingjar gerðu það og eiga erfitt með svefn núna þess vegna.“