Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur, á hugleiðingu dagsins á fésbókinni, þar sem hann birtir mynd af framkvæmdum sem standa nú yfir við byggingu Landspítalans við Hringbraut, þar sem stórhýsin koma nú í ljós hvert af öðru.
Gestur skrifar:
„Nú er nýi spítalinn við Hringbraut, einn stærsti vinnustaður landsins, óðum að birtast, gersamlega úr tengslum við aðliggjandi byggð og mun auka verulega umferðaröngþveitið á Miklubrautinni. Hvaða skipulagsfræðingur ætli nú að hafi tekið faglega ábyrgð á þessu staðarvali og uppbyggingu fyrir hönd okkar Íslendinga?“