Steingrímur J. skipulagði stjórnarsamstarf VG og Sjálfstæðisflokks

Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis.

Steingrímur J; Sigfússon skipulagði stjórnarsamstarf VG og Sjálfstæðisflokks fyrir þingkosningar 2017.

Þetta segir Svanur Kristjánsson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Svanur segir unnið að því nú innan raða Vinstri grænna, að búa til þá kenningu að VG hafi neyðst til fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum til að forða landinu frá stjórnarkreppu – gott ef ekki til að bjarga sóma Alþingis með myndun meirihlutastjórnar.

Svamur Kristjánsson (Facebook)

„Þetta er einfaldlega rangt. Steingrímur J. Sigfússon skipulagði núverandi stjórnarsamstarf fyrir kosningarnar, Að launum varð Steingrímur J. forseti Alþingis og formaður VG, Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra,“ segir Svanur.

Í stuttu máli: Steingrímur J. Kristjánsson vildi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn fyrir síðustu kosningar og varð að ósk sinni.