Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur beint fyrirspurn til Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra um kennsluefni í kynfræðslu í grunnskólum.
Fyrirspurnin er svohljóðandi:
1. Hver ákvað að kennslubókin Kyn, kynlíf og allt hitt eftir Cory Silverberg og Fionu Smyth yrði notuð við kynfræðslu í grunnskólum?
2. Hverjir utan Menntamálastofnunar og ráðuneytisins komu að vali á kennslubókinni?
3. Hvaða viðmið lágu til grundvallar vali á kennslubókinni?
4. Var sérfræðiálits aflað við val á kennslubókinni? Ef svo er, frá hvaða sérfræðingum?
5. Er kennslubókin notuð í grunnskólum annars staðar á Norðurlöndum? Ef svo er, í hvaða löndum?
6. Verður kennslubókin notuð áfram í grunnskólum í kjölfar þeirrar umræðu sem skapast hefur um bókina og viðbragða margra foreldra?