Gagnrýni: Skapti Hallgrímsson fjallar um bókina Íslensk knattspyrna 2018 eftir Víði Sigurðsson.
Áhugamenn um fótbolta eiga von á góðu á þessum árstíma, og hafa raunar átt um áratugaskeið. Víðir Sigurðsson, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, vinnur kraftaverk á hverju ári; bók hans, Íslensk knattspyrna, er sannkallað alfræðirit um knattspyrnu á Íslandi og íslenska leikmenn erlendis. Bókin kemur nú út í 38. skipti og hefur Víðir skráð söguna öll árin nema það fyrsta.
Ekkert er Víði óviðkomandi. Við lesturbókarinnar er augljóst af hve mikilli nákvæmni hann fylgist með og að einskiser látið ófreistað til að ná sem mest og best utan um það sem gerist ífótboltaheiminum. Af nógu er að taka.
Minn gamli kollegi af Mogganum er með puttann á púlsinum, segir frá fótboltamönnum á öllum aldri, vitaskuld af báðum kynjum, fjallar um Íslandsmót og bikarkeppni, landslið, hermir af félagaskiptum, meiðslum, tölfræði af öllu mögulegu og ómögulegu tagi og að þessu sinni er ítarlega fjallað, nema hvað, um það mikla ævintýri sem þátttaka Íslands á heimsmeistaramótinu í Rússlandi var. Viljir þú vita eitthvað um íslenska knattspyrnu, finnurðu það í bók Víðis!
Nokkur dæmi úr nýju bókinni:
● Víðir segir okkur frá að Dalvík tapaði 4:0 á heimavelli fyrirKormáki/Hvöt í E-riðli B-liðakeppni Íslandsmótsins í 5. flokki kvenna.
● Bryndís Arna Níelsdóttir spilaði 12 leiki með Fylki í Inkasso deildinnií sumar, næst efstu deild Íslandsmótsins, og gerði jafn mörg mörk. Þá kemurfram að Bryndís Arna á að baki einn leik með Fylki í efstu deild en hefur ekkiskorað á þeim vettvangi. Þá á hún að baki þrjá leiki með landsliði 17 ára ogyngri!
● Þegar Haukur unnu Fjölni 4:0 í 7. umferð voru það Hildigunnur Ólafsdóttir, Sigurrós Eir Guðmundsdóttir, Hildur Karítas Gunnarsdóttir og Þórdís Elva Ágústsdóttir sem gerðu mörkin. Hildigunnur skoraði strax á 2. mínútu og Þórdís Elva gerði síðasta marki á 90 mínútu.
● Hilmar Árni Halldórsson úr Stjörnunni tók flestar vítaspyrnur í Pepsi-deild karla árið 2018, Garðarbæjarliðið fékk átta víti, flest allra liða í deildinni og Hilmar skoraðu úr sjö en skaut einu sinni framhjá markinu. Fjölnir fékk tvær vítaspyrnur í sumar, Þórir Guðjónsson tók báðar en skoraði úr hvorugri.
Þetta eru einungis nokkur dæmi, nefnd tilgamans, af fjölmörgum sem taka mætti um það sem Víðir býður uppá að þessusinni. Fjölbreytnin er í raun ótrúleg. Hér virðist mega finna allt, sem skiptirmáli, og sjálfsagt eitt og annað sem skiptir engu máli að mati einhverra!
Allt er í föstum skorðum. Bókin hefur reyndar breyst gríðarlega frá fyrstu árunum, en breytingarnar eru jafnan gerðar í litlum skrefum, svo fæstir taka líklega eftir þeim ár frá ári. Það er góður galdur! Vel til fundin nýjung að þessu sinni er að þrír fjölmiðlamenn, allt landskunnar fótboltahetjur á árum áður, skrifa greinar í bókina; Hörður Magnússon um Pepsideild karla, Edda Garðarsdóttir um Pepsideild kvenna og Helena Ólafsdóttir um Inkassodeild kvenna, þá næst efstu.
Í sjálfu sér þarf ekki að hafa mörg orð um bók Víðis, frekar en endranær. Hún er frábær; einstök heimild um knattspyrnuárið. Auðveldlega mætti stytta sér leið, jafnvel kasta til höndum en það hefur Víðir aldrei gert, góðu heilli; þess vegna er bókaflokkur hans ómetanlegur fyrir knattspyrnuhreyfinguna í landinu. Bókin er jafn fastur liður í tilveru landsmanna og sjálf jólin og víst að margir fá hana ár eftir ár eftir ár innpakkaða á aðfangadagskvöld.
Niðurstaða: Áhugamenn um íþróttina fögru standa í mikilli þakkarskuld við Víði. Þrátt fyrir öllu tækniundurveraldar skrifar samtímasagan sig nefnilega ekki sjálf; sú elja, sem Víðir hefursýnt í gegnum árin við að halda samtímaheildum til haga, er ekki sjálfgefin en sannarlega mjög þakkarverð.
Skapti Hallgrímsson.