Anna Lísa bætist í hóp aðstoðarmanna ríkisstjórnarinnar

Anna Lísa Björnsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar. Einnig hefur verið gengið frá endurráðningu Áslaugar Maríu Friðriksdóttur og Dagnýjar Jónsdóttur sem aðstoðarmanna ríkisstjórnarinnar, en þær hafa gegnt því starfið frá árinu 2022.

Anna Lísa hefur undanfarin ár gegnt starfi framkvæmdastjóra þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og var áður samskipta- og viðburðastjóri VG. Hún stundaði meistaranám á árunum 2004-2006 við National Film & Television School í Bretlandi við framleiðslu kvikmynda. Hún var aðstoðarframleiðandi BBC á Íslandi á árunum 2006-2017 og framleiðandi hjá Sagafilm frá 2005-2006.

Anna Lísa er einnig stofnandi Gley mér ei styrktarfélags og Sorgarmiðstöðvarinnar.