Dr. Ari Allansson hefur verið ráðinn sem forstöðumanns Menningarstofu Fjarðabyggðar og mun hann hefja störf í lok ágústmánaðar. Alls sóttust tíu aðilar eftir stöðunni með fjölþættan bakgrunn og reynslu af menningar og listastarfi. Að afloknu hæfnismati sem byggði á kröfum til starfsins var ákveðið að ráða Ara.
Ari með doktorspróf í kvikmyndafræði frá EICAR Film School með áherslu á hlutlæga og óhlutlæga kvikmyndagerð auk þess sem hann lauk mastersnámi í leikstjórn og framleiðslu frá sama skóla. Hann hefur víðtæka reynslu af kvikmyndagerð og kvikmyndastjórn ásamt því að að reka eigið framleiðslufyrirtæki sem framleitt hefur heimildarmyndir, stuttmyndir og fréttaefni fyrir fjölmiðla í Frakklandi, Svíþjóð og Íslandi.
Þá hefur hann unnið að skipulagningu íslenskra og norræna menningarviðburða í Frakklandi í samstarfi við hin ýmsu sendiráð Norðurlandanna ásamt menningarstofnunum í París. Þá hefur hann reynslu af skipulagningu á vinnustofum ásamt víðtækri reynslu af menningarstjórnun ýmissa viðburða.