Áslaug María Friðriksdóttir, fv. borgarfulltrúi, hefur verið ráðin aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar. Meginverkefni hennar verða tengd undirbúningi stjórnarskrárvinnu og samhæfingu mála milli ráðuneyta.
Áslaug er með MSc-próf í vinnusálfræði frá Háskólanum í Hertfordshire og BA-próf í sálfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur undanfarin ár unnið sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi á sviði stafrænna mála og mannauðsmála. Áður var hún m.a. borgarfulltrúi, varaborgarfulltrúi og varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn auk þess að starfa sem sérfræðingur í félagsmálaráðuneytinu.
Aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar eru nú þrír talsins í samræmi við heimild í lögum um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011. Fyrir eru Henný Hinz og Dagný Jónsdóttir en Teitur Björn Einarsson lét af störfum sem aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar í maí sl. þegar hann tók sæti á Alþingi.